37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. febrúar 2019 kl. 08:35


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:35
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:38
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:35
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:58

Páll Magnússon boðaði forföll. Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Sólveig Hildur Björnsdóttir og Ingunn Guðmundsdóttir frá Mími-símenntun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Tómas Torfason frá KFUM og KFUK og Kristinn Ólafsson frá Bandalagi íslenskra skáta. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Stella Hallsdóttir frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Hanna S. Gunnsteinsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson frá Vinnueftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:09
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10